Aðalfundur Íslendingafélagsins – ný stjórn óskast

Haustmessa Íslenska safnaðarins verður Sunnudaginn 16. október 2016 kl: 15:00

Að venju mun Aðalfundur Félags Íslendinga í London fara fram að messu lokinni, kl: 16:00.

Að þessu sinni leitum við að 4-5 einstaklingum til að taka að sér að stýra Félagi Íslendinga í London og halda utan um og skipuleggja viðburði fyrir Íslendinga og Íslandsvini búsetta í London og nágrenni.

Þetta er frábært tækifæri fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á félagsstörfum og vilja hrista upp í félagslífi Íslendinga í London. Hingað til hafa helstu viðburðir verið þorrablót, jólaball, páskabingó, 17.júní hátíð auk smærri viðburða svo sem barsvar og áhorf á íþróttaleiki.

Leitað er eftir einstaklingum til að sinna eftirfarandi stöðum:

Formaður – Meðstjórnandi – Vefstjóri – Ritari – Gjaldkeri

 

Fyrir nánari upplýsingar og fyrirspurnir endilega sendið okkur póst á info (hjá) ifelag. co. uk

Karlalandslið Íslands á EM í knattspyrnu

Þá styttist í frábæra og æsispennandi fótboltahátíð og leiki Íslands í F-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu.

Félag Íslendinga í London hefur af þessu tilefni farið í samstarf við Tommi’s Burger Joint í Chelsea sem hefur samþykkt að sýna alla leiki Íslands í sérrými staðarins í kjallara hússins. Öllu verður til tjaldað og frábær tilboð á barnum sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Meðal annars má fá Hamborgara, franskar og bjór á einungis £10.00 og frítt round á barnum þegar Ísland skorar. Það bara gerist ekki betra en þetta.

Íslenski fáninn

Leikirnir eru eftirfarandi:

Þriðjudagur 14. júní 2016 kl. 20:00  Portúgal – Ísland

Laugardagur 18. júní 2016 kl. 17:00  Ísland – Ungverjaland

Miðvikudagur 22. júní 2016 kl. 17:00  Ísland – Austurríki

Hlökkum til að sjá ykkur öll og vonum að þið látið ekki þetta frábæra tilboð frá Tomma borgurum framhjá ykkur fara.

Staðsetning: Tommi´s Burger Joint, 342 Kings Road, London, SW3 5UR

Fylgist einnig með á Facebooksíðu Félagsins þar sem við verðum með skemmtilega leiki í boði Icelandair

 

 

Logo Icelandair UK

17. júní hátíðarhöld 2016

Sunnudaginn 26. júní 2016 fagnar Íslendingafélagið þjóðhátíðardegi Íslands í Dönsku kirkjunni, 4 St. Katharine’s Precinct, við Regents Park, London NW1 4HH.

Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir sér um messuna sem byrjar kl. 15:00. Sendiherra Íslands flytur ávarp og Fjallkona Íslands fer með ljóð, en hún mun klæðast nýjum skautbúningi sem söfnuðnum hefur nýlega áskotnast. Íslenski kórinn í London syngur undir stjórn Helga Rafns Ingvarssonar.

Strax að lokinni messu verður skemmtun á vegum Félags Íslendinga í London í garði kirkjunnar. Grillaðar íslenskar pylsur og sælgæti verða til sölu.

Hoppukastali, andlitsmálun og ýmis skemmtilegheit fyrir yngstu kynslóðina í boði lögmannsstofunnar Logos.

Icelandair er aðalstyrktaraðili Félags Íslendinga í London

The Icelandic independence day church service and celebrations will be held on June 26th 2016 at 3:00pm, at the Danish Church, 4 St. Katharine’s Precinct, by Regents Park, London NW1 4HH.

Rev. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir will conduct the service and afterwards, Grilled Icelandic hot dogs and other treats will be on offer in the church gardens. There will be a bouncy castle and face-painting for the children sponsored by Logos legal services.

Icelandair is the main sponsor for the Icelandic Society in London.

Frumsýning íslensku kvikmyndarinnar Hrútar (Rams) í völdum kvikmyndahúsum í Lundúnum frá og með 1. febrúar 2016

UK Premiere 1 February 2016 at BFI Southbank with Director Grimur Hakonarson in attendance

★★★★  ‘A masterclass in combining character and landscape’ 
Empire

IN CINEMAS & ON DEMAND FROM 5th of FEBRUARY 2016

On neighbouring farms in rural Iceland two estranged brothers live side by side tending to their prized sheep. Neither have spoken in over forty years. Each as stubborn as the other, Gummi and Kiddi communicate only via letter dutifully carried back and forth by the farm sheep dog. When a lethal disease suddenly threatens to wipe out their beloved rams, in a desperate attempt to save their stock and their livelihood, the brothers are forced to communicate once again. But can their mutual love of their animals instead save their relationship and bring them back together?

Winner of Un Certain Regard at Cannes Film Festival 2015 and Iceland’s official entry for the 2016 Oscars®, RAMS is an endearing story of love, loss and forgiveness set against the backdrop of magnificent Icelandic panoramas. Directed by Grímur Hákonarson.

 Myndbandið sýnir stiklu úr Íslensku kvikmyndinni Hrútar / Video featuring the trailer for the Icelandic film Rams

Þorrablót Félags Íslendinga í London 

Laugardaginn 6. febrúar 2016

Fordrykkur í boði SAMSKIP frá kl: 18:00

Borðhald hefst kl. 19:00

Þorrahlaðborð, fjöldasöngur, happdrætti Íslenska kórsins.

Ekta íslenskt sveitaball með hljómsveitinni ROKK (Jógvan Hansen, Vignir Snær Vigfússon, Róbert Þórhallsson, Ingólfur Sigurðsson, og Þorbjörn Sigurðsson).

Icelandair er aðalstyrktaraðili Félags Íslendinga í London

Vinsamlegast sendið óskir um sætaskipan á netfangið info (hjá) ifelag. co. uk með fyrirsögninni “sætaskipan”.

Matur og ball £28  / £20 fyrir námsmenn (vinsamlega framvísið námsmannakorti við innganginn)

Miðar seldir á Eventbrite

Auglýsing þorrablót 2016

Icelandic Thorri party in London Saturday 6 February 2016

Predrinks courtesy of SAMSKIP from 6:00pm

Dining starts at 7:00pm

Traditional Thorri buffet dinner, group singing, raffle in support of the Icelandic Choir.

Traditional Icelandic dance led by the band ROKK.

Icelandair sponsor of The Icelandic Society in London.

Please send your preferred seating arrangements to info (at) ifelag. co. uk with the subject “seating plan”.

Dinner&Dance:  £28 / £20 for students (please show student ID at the door)

Ticket sales Eventbrite.

— — —

Nánari upplýsingar: Facebook.com/ifelag

 Further information: Facebook.com/ifelag

Íslenskt uppistand í London

Þorsteinn Guðmundsson Fóstbróðir og uppistandari ætlar að kíkja á okkur í London laugardaginn 12. desember 2015 og skemmta okkur eins og honum einum er lagið.

Fjörið verður í Henry’s Den á Finch’s barnum í City: 12a Finsbury Square, EC2A 1AN. Okkar góðkunni og glaðlyndi Lundúnarbúi Bragi Árnason ætlar að rífa stemmninguna í gang og hita liðið upp fyrir aðalnúmer kvöldsins.

Miðaverð £12 í forsölu (£10 fyrir nema), £15 við hurð. Fyrsti drykkur innifalinn! (bjór, cider, rautt eða hvítt).

Einstakt tækifæri til að koma saman og njóta íslensks skopskyns eins og það gerist best. Ekki missa af þessari stórskemmtilegu jólaskemmtun Félags Íslendinga í London sem er styrkt af Icelandair!

Icelandic stand up

Icelandic stand up comedy with the well known Icelandic Comedian Þorsteinn Guðmundsson. If you like Icelandic humour you should not miss out on this.
Saturday 12 December 2015 at Henry’s Den at the Finch’s pub at 12a Finsbury Square, EC2A 1AN.
Presale price £12 ( £10 for students), £15 at the door. One drink included in price (beer, cider, red or white).

Icelandair supports the Icelandic Society in London

Jólahelgistund og jólaball

Jólahelgistund Íslenska safnaðarins í London verður sunnudaginn 6. desember 2015 kl.14:00 í Sænsku kirkjunni, 6 Harcourt Street, London W1H 4AG.

Sr. Sigurður Arnarson predikar og þjónar fyrir altari. Helgi Rafn Ingvarsson stjórnar Íslenska kórnum og orgelleikari verður Elísabet Þórðardóttir.

Jólaball Íslendingafélagsins verður haldið eftir messuna og íslenskir jólasveinar dansa með okkur kringum jólatréð og finna eitthvað í pokanum sínum handa börnunum.

Aðgangseyrir £5 fyrir fullorðna.

Eftir messuna verður kaffi og við yrðum mjög þakklát ef fólk gæti lagt til eitthvað góðgæti á hlaðborðið.

Fermingarfræðsla
Sr. Sigurður heldur fermingafræðslu í Sænsku kirkjunni fyrir messuna á sunnudeginum kl 11:00. Nánari upplýsingar um fræðsluna veitir Sr. Sigurður: Sigurdur.Arnarson@kirkjan.is

Icelandair er aðalstyrktaraðili Félags Íslendinga í London.

 

Icelandic Christmas service and Christmas dance

Sunday 6th December at 2pm at The Swedish Church, 6 Harcourt Street, London W1H 4AG. After the mass we will have our annual Christmas party for the children. Some of the yule lads will stop by with some Icelandic sweets and dance around the christmas tree with us.

£5 entry for adults.

Icelandair is the main sponsor for the Icelandic Society in London.

 

 

Hrekkjavaka 2016

Hrollllllllvekjandi hrekkjavökupartý Íslendingafélagsins verður laugardaginn 24. október frá kl. 19:00 á Old King’s Head, 47-49 Borough High St, London SE1 1NA.

Barinn opinn til kl. 01:00. Beauty and the Beast þema í anda hrekkjavökunnar hrikalegu. Allir að mæta í búning, verðlaun fyrir besta búninginn. Hrikalega ógnvekjandi íslensk stemmning… muahahahahaha…

Icelandair er aðalstyrktaraðili Félags Íslendinga í London.

 

Útskorið Grasker

Halloween party

The Icelandic Halloween party will be Saturday 24th October at 7pm at Old King’s Head, 47-49 Borough High St, London SE1 1NA. Bar will close after midnight. Beauty and the Beast theme. “Best costume” competition. Be there or be scared…

Icelandair is the main sponsor of The Icelandic Society in London.